Spurt og svarað

18. júní 2005

Pillan, blæðingar eða þungun

Sælar.
Ég lenti í skrítnum aðstæðum sem ég botna ekki alveg í.  Málið er að ég er á pillunni, þegar var komið að 7 daga hléinu (tíminn sem ég á að vera á túr) byrjaði ég ekki á túr þannig að ég tók þungunarpróf.  Á leiðbeiningunum stóð að það ættu að koma bleikar línur í báða kassana ef ég væri ólétt, en í niðurstöðukassanum kom bara ljós ljós bleik rönd, mér var sagt að prófið væri neikvætt því að þessi bleika rönd væri bara þar sem línan kæmi ef ég væri ófrísk. Þannig að ég byrjaði bara aftur að taka inn pilluna eftir 7 daga hléið var það vitlaust af mér?  Getur svona lagað gerst þegar maður er á pillunni?  Og afhverju kemur ljósbleik rönd á þungunarprófið ef ég er ekki ólétt??
Kveðja. Ein rugluð í ríminu.
 
...................................................................
 
Það getur allt gerst.  Venjulega eru þungunarprófin þannig að röndin í svarkassanum á að vera jafndökk eða dekkri en sú í samanburðarkassanum til að hægt sé að túlka svarið sem jákvætt (að þungun hafi átt sér stað).  Ljós, ljósbleik rönd þýðir því neikvætt svar.  Þú gerðir því ekkert vitlaust.  Þér hefur ekki dottið í hug að endurtaka bara prófið?
Venjulega þegar maður er á pillunni koma blæðingar í 7 daga hléinu en eins og ég segi þá getur allt gerst.
 
Bestu kveðjur
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
18.06.2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.