Réttur tími fyrir brjóstapilluna

05.03.2008

Sælar og takk fyrir góðan vef.
Mig langaði að fá að vita, hvenær er mælt með að maður byrji á brjóstapillunni?  Ég er með einn 4 vikna sem er á brjósti.  Ég er nú þegar farin að geta stundað kynlíf eftir fæðinguna.

Kv Anna


Sæl Anna

 

Það er enginn sérstakur tími sem mælt er með að byrja á pillunni eftir fæðingu.  Ef þú ert farin að stunda kynlíf er tíminn réttur að fara að huga að þessu ef annað barn er ekki á döfinni, þó vissulega geti brjóstagjöfin verið ágætis getnaðarvörn líka, bara ekki alveg eins örugg.

Ekki þarf að bíða eftir blæðingum til að byrja á brjóstapillunni svo það er bara að fara til læknis og fá lyfseðil fyrir henni og byrja svo.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. mars 2008.