Sprautan með barn á brjósti

03.02.2009

Sæl.

Égvar að velta fyrir mér hvenær mér er óhætt að fá sprautuna?  Ég var á henni áður en ég varð ólétt og líkaði mjög vel og er fegin að ég má vera á henni með barn á brjósti. Dóttir mín er 6 vikna og er úthreinsunin búin.  Hvenær á ég að láta spauta mig aftur, þarf ég að bíða eftir að tíðablæðingar byrji eða má ég fá hana hvenær sem er?

Með von um svör

Ung móðir


 

Komdu sæl 

Þú þarft ekki að bíða eftir neinu með að byrja aftur á sprautunni.  Ég ráðlegg þér þó að tala við lækni og segja honum að þú sért nýbúin að eiga barn, hann vill örugglega mæla hjá þér blóðþrýstinginn áður en þú byrjar aftur.

Gangi þér vel, kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. febrúar 2009.