Spurning um Novaring

02.07.2008

Sælar.

Ég var að velta fyrir mér. Ég er að nota Novaring. Er möguleiki að verða þunguð á meðan ég er ekki með hann í mér. Þá er ég að meina að ég  tek hann úr mánaðarlega fyrir blæðingar, rétt eftir blæðingar svaf ég hjá manninum mínum án þess að vera búinn að setja nýjan í. Svo annað, ef ég er þunguð, getur hringurinn sem ég setti upp þá skemmt eitthvað fyrir fóstrinu.


Sæl!

Ég myndi ætla að það séu litlar líkur á því að þú sért þunguð hafir þú sett hringinn upp eins og á að gera þ.e.a.s viku eftir að þú tókst hann niður. Annars fylgir ítarlegur leiðbeiningabæklingur með kassanum og ég bendi þér á að lesa hann vandlega. Allar getnaðarvarnir eiga að virka eins og sagt er um noti fólk þær á réttan hátt. Ef einhver misbrestur er þar á er ekki hægt að ábyrgjast full vörn. Hringurinn ætti ekki að skaða fóstrið sért þú þunguð.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. júlí 2008.