Spurt og svarað

22. september 2010

Túrverkir með lykkjuna

Sælar.

Ég sendi ykkur fyrirspurn þar sem vefurinn ykkar hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið. Ég átti strákinn í nóvember 2008. Fæðinginn gekk vel, úthreinsun var í um 4 vikur. Í byrjun janúar fór ég til kvensjúkdómalæknisins míns og fékk hormónalykkjuna. Það var ekkert mál og ég fór á mínar reglulegar blæðingar. En blæðingarnar eru aldrei neitt svakalegar þó það komi stundum upp á. Ég hef farið í skoðun eftir þetta og það lítur allt vel út. En málið er að undanfarið, kannski svona mánuð, hef ég verið túrverki nánast allan daginn. Stundum skerandi. Eftir að ég fékk lykkjuna fór ég fyrst að finna fyrir túrverkjum. En þetta er allan mánuðinn!. Er ég bomm? eða er þetta eitthvað sem er eðlilegt? eða á ég að panta tíma hjá lækninum mínum.


Komdu sæl 

Ég held að best væri fyrir þig að fara til læknis og fá skoðun hjá honum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
22. september 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.