Þungun eftir að brjóstapillu er hætt.

18.01.2010

Takk fyrir frábæran vef.

Ég eignaðist stelpu í desember og er því farin að huga að því hvaða getnaðarvörn ég vilji nota í framhaldinu. Mér líst ágætlega á brjóstapilluna eftir að hafa lesið mér til um hana hér, en vildi forvitnast um það hvað hún er fljót að hætta að virka eftir að maður hættir á henni, þ.e. þegar maður er loks tilbúinn fyrir næsta barn? Getur hún verið jafn lengi að hreinsast úr líkamanum og hin hefðbundna pilla?


Komdu sæl.

Strax og þú hættir að taka pilluna er hún ekki lengur örugg sem getnaðarvörn og þá getur þungun orðið.  Það er svo einstaklingsbundið hve langan tíma tekur að verða ólétt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. janúar 2010.