Spurt og svarað

21. febrúar 2008

Þungun eftir lykkjutöku

Halló.

Ég bý erlendis þar sem er ekki auðvelt að eiga samskipti við heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess. Þess vegna leita ég til ykkar...

Ég var að koma frá kvensjúkdómalækni. Hann var að fjarlægja koparlykkjuna en spottinn hafði verið klipptur af og það var erfitt að ná lykkjunni út.

Hann reyndi í svolítinn tíma en hún sat sem fastast á sínum stað og mér var orðið ansi illt í átökunum!! Að lokum staðdeyfði hann mig og þá loksins náði hann lykkjunni. Hann sagði að allt hefði gengið vel og það myndi líklega blæða og vera túrverkir næstu 2-3 daga.

Ég er á 5 degi tíðarhrings í dag (er sem sagt á túr) og langar að spyrja - er óhætt að verða ólétt í þessum tíðarhring? Þegar það þarf að hafa fyrir því að ná í lykkjuna er það þá sama inngrip og útskaf?

Hann var svo hranalegur læknirinn og skildi mig svo illa - að ég náði hreinlega ekki að spyrja út í það.

Með von um svör.

 


Komdu sæl

Meginreglan er sú að það sé í lagi að reyna að verða barnshafandi strax og lykkja hefur verið tekin.  Nú veit ég ekki nákvæmlega hvaða aðferð hann notaði til að ná lykkjunni en ef hann segir að allt hafi gengið vel geri ég ráð fyrir að þér sé óhætt að reyna.

Með bestu kveðjum

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfærðingur.
21.febrúar 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.