5 vikur frá keisara!!

03.05.2015

Sælar.  Þannig er mál með vexti að ég fór í keisara fyrir tæpum fimm vikum síðan, og mér var ekkert sagt um það og ég fattaði ekki að spyrja að því sjálf hvort og hvenær ég ætti að fara í eftirskoðun og er það bara gert hjá kvensjúkdómalækni? Úthreinsun er lokið og það lítur út fyrir að skurðurinn sé að gróa vel þannig að engin vandkvæði hafa orðið þar. Með fyrir fram þökk

 

Heil og sæl og til hamingju, það er ágætt að fara í eftirskoðun við sex vikur. Þá er líka heppilegur tími til að huga að getnaðarvörnum ef þú hefur ekki hug á að eignast barn fljótlega aftur. Ef þú hefur verið hraust á meðgöngunni og engin vandamál hafa komið upp eftir fæðinguna þá getur þú leitað til heimilislæknis. Ef þú hins vegar hefur glímt við einhver vandamál tengd meðgöngunni eða eftir fæðinguna er heppilegra að leita til kvensjúkdómalæknis.

 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur