Spurt og svarað

03. maí 2015

5 vikur frá keisara!!

Sælar.  Þannig er mál með vexti að ég fór í keisara fyrir tæpum fimm vikum síðan, og mér var ekkert sagt um það og ég fattaði ekki að spyrja að því sjálf hvort og hvenær ég ætti að fara í eftirskoðun og er það bara gert hjá kvensjúkdómalækni? Úthreinsun er lokið og það lítur út fyrir að skurðurinn sé að gróa vel þannig að engin vandkvæði hafa orðið þar. Með fyrir fram þökk

 

Heil og sæl og til hamingju, það er ágætt að fara í eftirskoðun við sex vikur. Þá er líka heppilegur tími til að huga að getnaðarvörnum ef þú hefur ekki hug á að eignast barn fljótlega aftur. Ef þú hefur verið hraust á meðgöngunni og engin vandamál hafa komið upp eftir fæðinguna þá getur þú leitað til heimilislæknis. Ef þú hins vegar hefur glímt við einhver vandamál tengd meðgöngunni eða eftir fæðinguna er heppilegra að leita til kvensjúkdómalæknis.

 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.