Áhugaleysi á kynlífi eftir fæðingu

14.11.2011

Nú er stelpan mín orðin 4 mánaða og ég hef enn ekki áhuga á kynlífi.  Ég var roslega hrædd við að stunda kynlíf á meðgöngu þannig að við prufuðum fyrst þegar ég var komin 5 mánuði á leið og svo ekkert eftir 6 mánuði þangað til núna.  Ég á yndislegan mann sem skilur þetta en ég skil ekki afhverju ég er bara ALVEG dauð á þessu sviði.  Ég endaði i keisara
og er svolitið slitin eftir meðgönguna. Ég fitnaði um 26 kg en er búin að missa 20 nú þegar.

Einni sem vantar svar


Komdu sæl.

Það getur svo margt haft áhrif á áhuga konu til kynlífs eftir fæðingu.  Þættir eins og þreyta, brjóstagjöf, svefnleysi, mikil umönnun barnsins, tímaleysi, breytingar á líkama o.fl. getur allt haft áhrif. 

Það er ekkert töfraráð til nema kannski að tala saman.  Í stað þess að bíða eftir að áhuginn komi einn daginn gætir þú reynt að byrja bara og vita hvort áhuginn eykst ekki við það.  Þið gætuð jafnvel fundið hentugan tíma sem þið stefnið að og látið ykkur svo hlakka til fram að því. 

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. nóvember 2011.