Spurt og svarað

27. febrúar 2005

Andleg vanlíðan

Þannig er mál með vexti að ég átti lítinn æðislegan dreng í nóv 2004.  Íí byrjun meðgöngunar var ég mjög þreytt var það heppin að ég fékk eiginlega enga líkamlega kvilla en þessir andlegu voru/eru rosalega slæmir. Ég byrjaði að ráðast á kærastann minn þegar hann gerði e-ð á minn hlut (hef ALDREI notað ofbeldi áður), leið alltaf mjög illa eftir á og grét bara. Það sem kom mér af stað með fæðinguna (að ég tel) var það að við slógumst hákfpartinn daginn áður en ég
átti. OK ég vonaðist eftir að þetta myndi lagast og bara hverfa eftir að ég myndi eiga en svo er ekki, jú ok þetta hefur lagast en ekki horfið. Mér líður alveg svakalega illa yfir þessu og skammast mín alveg rosalega fyrir þetta. Þori ekki að tala um þetta við mína ljósu vegna skammar.
Ertu með e-ð ráð fyrir mig eða geturu leiðbeint mér e-ð.  Þetta á eftir að eyðileggja samband mitt ef ég geri ekki e-ð strax. Getur verið að ég sé með einhverja geðræna kvilla?  Ég er líka yfirleitt alltaf í vondu skapi eða pirruð (en eiginlega bar við kærastann minn).
Ég þarf á mikilli hjálp að halda.+
Með fyrirfram þökk
Vonda konan....

                           .............................................................Mikið er leiðinlegt að heyra hvernig þér hefur líðið. En gott er að þú gerir þér grein fyrir að þetta er ekki eins og það á að vera og að þið þurfið aðstoð til að hlutirnir fari að ganga betur. Ég ráðlegg þér eindregið að ræða við þá ljósmóður/hj.fr sem hefur vitjað ykkar mæðgina eftir fæðinguna.  Því fyrr sem þú opnar á þessa vanlíðan því fyrr geturðu byrjað að vinna í þínum málum og uppskerð erfiði þeirra vinnu vonandi með betri líðan.  Það er mjög mikilvægt fyrir þig að ná jafnvægi á andlega líðan þína ekki síst vegna litla drengsins. Þó hann sé ungur þá finna þessi litlu kríli ótrúlega á sér ef móðirin er illa fyrir kölluð og að henni líður ekki vel.
Þetta getur haft áhrif á framfarir hans í þroskaferlinu. Ég tel að þú og sambýlismaður þinn verðið að koma ykkar samskiptum á hreinna plan þannig að ykkur líði báðum betur. Ef þú treystir þér ekki til að tala við þá ljósmóður/hj.fr. sem er með þig og son þinn í ungbarnaverndinni þá ráðlegg ég þér að tala við heimilislækninn þinn, geðlækni eða sálfræðing til að leita eftir hjálp. Ef þér finnst betra að hafa sambýlismann þinn eða góða vinkonu þína með þér í viðtalið þá skaltu endilega gera það. En dragðu það ekki að gera eitthvað til að bæta vanlíðan þína.
Með von um betri líðan og bjartari daga.
Gangi ykkur vel.


Halla Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 27.02.2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.