Spurt og svarað

03. október 2009

Aukahúð aftan við leggöng

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef! :)

Ég hef fundið hér um bil allt sem ég hef leitað að á þessum vef en finn ekki neitt um þetta tiltekna mál.Málið er að ég eignaðist yndislega dóttur í maí síðastliðnum og hún er mitt fyrsta barn. Fæðingin tók 4 tíma frá hálfri töflu undir tungu, rúma tvo frá fyrsta verk (skildist að það væri fáránlegur tími) og barnið var 10 merkur. Ég rifnaði svolítið, kannski vegna hraðans, mestmegnis fleiður en þetta er skráð sem 2 gráðu rifa. Svo um daginn fann ég eitthvað skrýtið aftan við leggöngin og skoðaði það nánar, þá var þetta eins og aukahúð sem lafir niður aftan við þau! Ég er gjörsamlega í baklás yfir þessu, þegar maður skoðar þá sést þetta vel. Ég finn ekkert fyrir þessu, það eru engar taugar eða neitt. Þetta er alveg 1,5 cm húðflipi. Við hvern tala ég til að láta laga þetta? Er þetta örvefur vegna saumanna eða vegna lélegs saumaskapar? Er þetta algengt? Mér þykir þetta í meira lagi ósjarmerandi, en getur verið að það þýði ekki að klippa þetta af og sauma? Að þetta komi bara aftur?

Að lokum langar mig að taka fram að mér þótti starfsfólkið á deildinni alveg frábært:)


Sæl og blessuð!

Þú ættir að panta þér tíma hjá fæðingalækni til að láta skoða þetta.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.