Að byrja að æfa eftir fæðingu

24.08.2005

Góðan daginn

Mig langar að forvitnast  um hvernær er óhætt að fara að æfa eftir fæðingu.  Ég
fór í keisara fyrir 2 vikum, og mig langar að fara að hreyfa mig, ég veit að ég má það ekki strax, en hvernær er óhætt fyrir mig að byrja?  T.d. bara að fara út að hjóla 

Með fyrirfram þökk Bryndís

.......................................

Sæl og blessuð og til hamingju með barnið!

Ef þetta hefur allt saman gengið vel hjá þér og þú ert búin að vera hraust eftir keisaraskurðinn þá átt þú átt að hlusta á líkamann þinn og þegar þér finnst þú vera tilbúin til að fara að hreyfa þig meira og þú hefur orku til þess og ert hætt að finna nokkur til í skurðinum þegar þú hreyfir þig, þá getur þú byrjað á því að fara í rólega göngutúra eða hjólatúra. Eftir svona holskurð eins og þú ert búin að ganga í gengum er nú samt talað um að maður eigi að bíða í amk 6-8 vikur með að fara að æfa líkamsrækt af einhverjum krafti, skurðurinn og líkaminn þurfa tíma til að gróa vel og jafna sig.  Þér er því alveg óhætt að fara í göngutúr og hjólatúr þegar þér finnst þú tilbúin, en farðu þér endilega hægt til að byrja með.

Gangi þér vel,

Halla Björg Lárusdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
22.ágúst 2005.