Bað eftir fæðingu

28.10.2008

Sælar

Hvenær er óhætt að fara í bað eftir fæðingu?  Ég er þá að spá vegna sýkingarhættu, reyndar er úthreinsunin búin en ég var saumuð frekar mikið.  Á ég að láta baðið bíða?

Með fyrirframm þökk


Komdu sæl

Mesta sýkingarhættan er á meðan úthreinsunin er því þá er enn sár í leginu eftir fylgjuna og svo auðvitað fyrstu dagana meðan ysta slímhúðin er að gróa.  Það hefur ekki áhrif á saumana þó þú farir í bað, þeir eyðast bara sjálfkrafa á nokkrum vikum.  Þú segir ekki hversu langt er síðan þú fæddir en þar sem úthreinsun er búin ætti að vera í lagi að fara í bað. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28. október 2008.