Spurt og svarað

20. ágúst 2013

Bil á milli kviðvöðva

Sælar og takk fyrir gagnlegan vef.
Er eðlilegt að hafa tvö þumlungsbil á milli kviðvöðvanna sitt hvoru megin við naflann. Ég eignaðist barn númer tvö fyrir tveimur árum og hef stundað hreyfingu að einhverju leiti á þessum tíma en alls engar öfgar og fór ekki snemma af stað að æfa aftur eftir fæðingu.
Nú hinsvegar hef ég verið að gera magaæfingar og mér finnst vöðvarnir færast lengra frá hvor öðrum heldur en nær. Er þetta alveg eðlilegt og er allt í lagi fyrir mig að gera magaæfingar? Á meðgöngunni fékk ég mjög líklega kviðslit að innan í kringum naflann og það er einmitt þar sem að mesta bilið er. Með von um skjót svör
Kveðja SandraSæl og takk fyrir fyrirspurnina. Hjá flestum konum gengur bilið sem myndast á milli rectus abdominis vöðvanna til baka nokkrum mánuðum eftir fæðingu og talið ráðlagt að bíða með magaæfingar í ca 6 vikur til að minnka líkurnar á því að þeir styttist áður en bilið minnkar. Þegar bilið er meira en 2 fingurbreiddir og gengur ekki eða lítillega til baka er talað um diastatis recti.Í einhverri bók sá ég að konum sem voru með aukið bil milli Rectus vöðvanna var ráðlagt að setja handklæði undir sig og halda í enda þess í kross yfir kviðnum þegar þær voru að gera uppsetur til þess að ná vöðvunum í miðlínu. Hér má sjá nánari upplýsingar um æfingar með handklæði og önnur úrræði. http://www.pregnancyandbaby.com/moms/articles/945593/diastasis-recti-abdominal-separation-help-exercises-for-a-flat-tummyEinnig hef ég heyrt talað um að plankaæfingar henti ekki ef aukið bil er milli magavöðvanna. Á Youtube fann ég myndband með æfingum til að styrkja magavöðva eftir fæðingu http://www.youtube.com/watch?v=6mpd3EVRaO4

Þú verður að fara varlega af stað vegna kviðslitsins en vonandi hjálpar þetta þér og ekki gleyma bakæfingunum


Margrét Unnur Sigtryggsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
20. ágúst 2013
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.