Spurt og svarað

20. september 2010

Bil milli kviðvöðva

Komið þið sælar.

Ég átti mitt annað barn fyrir tæpum 9 mánuðum og er enn með bil milli magavöðvanna. Ég get stungið þumalfingri á milli. Nú hef ég heyrt ýmsar sögur af því að ekki megi gera magaæfingar á meðan enn er bil á milli vöðvanna því þá verði vöðvarnir útstæðir og það sé ekki hægt að taka til baka. Jafnframt hef ég lesið, m.a. hér, að óhætt sé að byrja á magaæfingum um leið og konan treystir sér til. Ég byrjaði í leikfimi mjög stuttu eftir barnsburð enda var ég vel á mig komin og fullfær um það.

Þrátt fyrir að vera komin í fyrri þyngd og ágætisform finnst mér maginn enn útstæður. Það er eins og vöðvarnir vísi út því ekki er þetta fita nema þá að litlu leyti.  Spurningarnar eru því tvær. Er það satt að ekki megi gera æfingar fyrr en vöðvarnir eru að fullu gengnir saman? Og ganga vöðvarnir ekki til baka hafi maður þegar hafið æfingar?

Bestu þakkir fyrir frábæran vef!


Komdu sæl.

Vöðarnir færast í sundur á meðgöngunni og ef konan gerir kviðæfingar þegar þeir eru farnir að færast í sundur styttast þeir og ganga seinna saman eftir fæðinguna.  Ef konan byrjar mjög snemma að gera þessar kviðæfingar (fyrir kviðvöðva að framan) eftir fæðingu getur það sama gerst, þeir styttast og það tekur lengri tíma fyrir þá að ná alveg saman aftur. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. september 2010.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.