Spurt og svarað

26. júní 2007

Bjúgur á fótum eftir fæðingu

Sælar ágætu ljósmæður!

Mig langar til að spyrja hvað veldur og hvort eitthvað sé hægt að gera við slæmum bjúg á fótum eftir barnsburð. Barnið er viku gamalt og brjóstagjöfin að verða reglubundin og fín. Ég velti fyrir mér hvort vatnslosandi drykkir o.fl. geti minnkað mjólkina.

Þakkir fyrir góðan vef og fín ráð.


Sæl og blessuð.

Það getur tekið dágóðan tíma fyrir líkamann að losa sig við bjúg eftir fæðinguna. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt við það. Hann fer á endanum. Bjúgur getur meira að segja aukist fyrst áður en hann fer að minnka. Það er alltaf talið frekar varasamt að fara í stórtæk ráð til að losa bjúg vegna áhrifa sem það getur haft á mjólkurframleiðslu og eins og fram hefur komið er það alls ekki nauðsynlegt. Saklaus húsráð eru þó talin í lagi. Ég nefni eitt sem hefur hjálpað mörgum. Borðaðu vatnsmelónu og mundu að bryðja vel steinana. Það eru þeir sem eru aðal „trixið“.

Gangi þér vel. 

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. júní 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.