Blæðingaóregla eftir fæðingu

15.03.2015

Ég vildi bara forvitnast hjá ykkur, ég eignaðist mitt fyrsta barn í nóvember og var með hann mjög stutt á brjósti, byrjaði svo á blæðingum í janúar og aftur í febrúar en svo núna er ekkert að gerast og ég hefði alveg átt að byrja fyrir rúmri viku síðan. Er alveg eðlilegt að þær séu óreglulegar eftir fæðingu? Ég og maðurinn minn höfum bara stundað kynlíf með verjum svo ég ætti nú ekki að vera ólétt aftur.


Komdu sæl, jú það er ekki óalgengt að einhver blæðingaóregla sé fyrst á eftir. Ef blæðingar eru ekki nú þegar byrjaðar ráðlegg ég þér að gera þungunarpróf til útilokunar. Ef það er neikvætt bíddu þá bara róleg og sjáðu hvort regla kemst ekki fljótlega á blæðingarnar að nýju.bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15. mars 2015