Blæðingar

15.05.2006
Þannig er mál með vexti að ég átti dóttur fyrir 8 vikum síðan. Úthreinsun stóð í 5 vikur og kom tært blóð stóran hluta tímans.  Svo hætti það og allt í góði en svo núna er blæðing aftur byrjuð. Getur verið að ég sé að byrja á blæðingum svona fljótt?  Dóttir mín er eingöngu á brjósti og gengur brjóstagjöfin vel.
 
.....................................................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.
 
Vissulega er þetta svolítið fljótt en margar konur eru byrjaðar á blæðingum þremur mánuðum eftir fæðingu.  Blæðingarnar geta hinsvegar verið mjög óreglulegar og jafnvel engar í marga mánuði eftir þessar þannig að þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af þessu.  Notkun brjóstapillunnar getur líka haft áhrif á blæðingarnar.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
15.05.2006.