Spurt og svarað

11. maí 2005

Blæðingar eftir að brjóstagjöf lauk

Sælar!

Ég á ellefu mánaða barn og hætti með það á brjósti níu mánaða. Fór þá á blæðingar stuttu síðar, og svo aftur 40 dögum seinna og svo ekkert meir. Það hefur sem sagt liðið ansi langur tími. Langar að vita hvort þetta sé eðlilegt (er ekki á neinum getnaðarvörnum) eða hvort ég ætti að láta tékka á mér. Fyrirfram þökk fyrir svör  :)

.........................................................................

Sæl!

Hversu langur tími er nú liðin frá fyrsta degi síðustu blæðinga? Ef það eru tveir mánuðir síðan þú hættir á með barnið á brjósti og þú segist vera búin að fara tvisvar á blæðingar þá getur nú ekki verið liðin svo langur tími - eða hvað? Það getur stundum liðið svolítill tími þar til blæðingar verða reglulegar á ný eftir að brjóstagjöf lýkur en ef þú telur að þú ættir að vera byrjuð á blæðingum og möguleiki er á þungun þá væri nú sniðugt að gera þungunarpróf.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. maí 2005.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.