Blæðingar eftir að brjóstagjöf lauk

11.05.2005

Sælar!

Ég á ellefu mánaða barn og hætti með það á brjósti níu mánaða. Fór þá á blæðingar stuttu síðar, og svo aftur 40 dögum seinna og svo ekkert meir. Það hefur sem sagt liðið ansi langur tími. Langar að vita hvort þetta sé eðlilegt (er ekki á neinum getnaðarvörnum) eða hvort ég ætti að láta tékka á mér. Fyrirfram þökk fyrir svör  :)

.........................................................................

Sæl!

Hversu langur tími er nú liðin frá fyrsta degi síðustu blæðinga? Ef það eru tveir mánuðir síðan þú hættir á með barnið á brjósti og þú segist vera búin að fara tvisvar á blæðingar þá getur nú ekki verið liðin svo langur tími - eða hvað? Það getur stundum liðið svolítill tími þar til blæðingar verða reglulegar á ný eftir að brjóstagjöf lýkur en ef þú telur að þú ættir að vera byrjuð á blæðingum og möguleiki er á þungun þá væri nú sniðugt að gera þungunarpróf.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. maí 2005.