Blæðingar eftir barnsburð

11.09.2007

Sæl!

Ég á einn 8 mánaða sem að ég hætti með á brjósti fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan. Ég er ekki ennþá byrjuð á blæðingum og langaði að vita hvort að það væri alveg eðlilegt?

Takk fyrir alveg frábæran vef.


Sæl!

Það getur alveg verið eðlilegt, en gakktu nú samt úr skugga um að þú sért ekki barnshafandi til öryggis. Þetta kemur allt með kalda vatninu kveðja tinna

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. september 2007.