Blæðingar eftir barnsburð.

27.03.2004

Sælar og takk fyrir góða síðu mig langaði að vita hvenær eðlilegt væri að byrja á blæðingum eftir barnsburð, átti barn fyrir 11. vikum en er ekki byrjuð ennþá, er ekki með barnið á brjósti ?

                            .................................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina og hrósið.

Það er mjög einstaklingsbundið hversu langur tími líður þar til blæðingar hefjast aftur eftir fæðingu.  Ein rannsókn á þessu sýndi að blæðingar hófust einum til þremur mánuðum eftir fæðingu hjá konum sem ekki höfðu börnin sín á brjósti en jafnvel seinna hjá þeim sem gefa börnunum brjóst.  Það er einnig algegnt að einhver óregla sé á blæðingunum fyrstu mánuðina eftir að þær byrja aftur.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.  27.03.2004.