Blæðingar eftir fæðingu

14.06.2004

Ég er með 7 vikna barn og er með hann á brjósti og er byrjuð að taka inn pilluna. Ég byrjaði á blæðingum fyrir nokkrum dögum. Ég las það að þegar maður væri með barn á brjósti þá byrjuðu ekki blæðingar fyrr en eftir nokkra mánuði.

                                   ..........................................................

Komdu sæl og til hamingju með barnið.

Samkvæmt rannsóknum byrja konur venjulega að hafa blæðingar einum til þremur mánuðum eftir fæðingu, þannig að þú ert alveg á eðlilegum tíma.  Það er rétt að konur með barn á brjósti byrja venjulega seinna en þær sem ekki hafa börnin sín á brjósti en það munar ekki miklu. 

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 16.06.2004.