Blæðingar eftir fæðingu

29.08.2004

Sæl, ég á 2 mánaða gamlan strák. Er búin að taka brjóstapilluna í eina viku.Eftir fyrstu samfarir fór að blæða er þetta eðlilegt. Samfarirnar voru ekki sárar.             Takk fyrir

                            ..........................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég held að þetta sé tilviljun og þú hafir bara byrjað á blæðingum þarna.  Samkvæmt því sem þú segir þá finnst mér þetta ekkert geta tengst neinu óeðlilegu. 

Ef þú hefur áhyggjur og eitthvað annað tengist þessu sem þú segir ekki frá í fyrirspurninni skaltu endilega tala um það við lækninn þinn.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 29.08.2004.