Blæðingar eftir fæðingu

23.10.2004

Kæru ljósmæður. Mig langar að forvitnast hvenær líklegt er að ég megi vænta þess að byrja aftur á blæðingum eftir fæðingu. Ég átti barn fyrir 5 mánuðum og er enn með það á brjósti.  Ég er þó farin að gefa graut með á kvöldin og því næturgjafir engar.  Það er svo misjafnt hvað maður heyrir, þ.e. hvenær blæðingarnar eigi að hefjast en mig langar nefnilega að verða ólétt aftur sem fyrst, því bíð ég spennt.  Er annars einhver fyrirboði eggloss sem ég get fylgst með, eða er það bara að vera þolinmóð?
Með bestu kveðjum og takk fyrir þessa góðu síðu!

                            ................................................................

Komdu sæl og til hamingju með barnið.

Svarið við spurningunni þinni birtist hér á síðunni undir fyrirspurninni "blæðingar eftir barnsburð"  Þar fjallar Ingibjörg Hreiðarsdóttir um hitamælingar og egglosmæla.

Brjóstagjöf hefur áhrif á það hvenær konur byrja á blæðingum og venjulega er það seinna en þær konur sem ekki hafa barn á brjósti.  En kíktu á svarið hennar Ingibjargar.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 23.10.2004