Er hægt að borga fyrir auka skoðun í sónar?

25.06.2007

Var í sónar í morgun og hún sagði að ég væri svona á mörkunum að sleppa, er komin 18 vikur og 2 daga en var gefin tími of snemma. Getur maður fengið að fara aftur aðeins seinna þó svo að maður þurfi að borga fyrir það?


Sæl!

Þó svo að þú hafir ekki verið komin 20 vikur ef ljósmóðir hefur séð allt sem skoða á við þessa skimun, þá færð þú ekki nýjan tíma. Ef ekki  hefði náðst að ljúka skoðun hefðir þú sjálfkrafa fengið nýjan tíma. Ekki er hægt að panta sér tíma og borga fyrir hjá okkur.

Kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreingadeildar LSH,
25. júní 2007.