Blæðingar eftir fæðingu

09.12.2008

Sælar!

Barnið mitt fæddist fyrir 9 vikum og úthreinsunin kláraðist bara á 3 vikum, ég er mjög heppin með það! En núna og aðeins í síðustu viku hefur verið að koma svona frekar slímlegt blóð sem er samt alveg ferskt og engin lykt eða neitt en kemur svona annað slagið eins og blæðingar séu að byrja en er bara í smá stund. Ég er líka með barnið eingöngu á brjósti. Er þetta bara eðlilegt eða á ég að láta kíkja á mig?

Með fyrirfram þökk.

 

 

Sæl!

Samkvæmt rannsóknum byrja konur venjulega að hafa blæðingar einum til þremur mánuðum eftir fæðingu. Þannig að það er vel líklegt að þú sért einfaldlega að byrja á blæðingum eftir fæðinguna. Blæðingar fyrst eftir fæðingu geta verið ólíkar hefðbundnum blæðingum og jafnvel óreglulegar sérstaklega þegar konur eru með barn á brjósti.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. desember 2008.