Blæðingastopp

25.03.2008

Góðan dag og takk fyrir góðan vef!
Ég veit að þið eruð búnar að svara ótal spurningum um þetta efni en ég finn samt ekki það sem ég er að leita að. Málið er að ég er ekki byrjuð á blæðingum ennþá og guttinn minn er að verða 14 mánaða. Hann er ennþá á brjósti en ekki mikið og ég hef verið að taka brjóstapilluna. Getur verið að þetta sé að stoppa blæðingarnar eða er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Kveðja, ein áhyggjufull.Komdu sæl

Nei þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.  Cerazette brjóstapillan hefur þessar aukaverkanir að fyrst geta blæðingar orðið óreglulegar og svo geta þær jafnvel stoppað alveg.  Vissulega geta komið milliblæðingar af og til sérstaklega ef þú gleymir pillu eða tekur hana ekki á réttum tíma en annars er eðlilegt að hafa ekki blæðingar á meðan þú ert á þessari pillu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
25. mars 2008.