Spurt og svarað

28. júlí 2011

Bólga í skurðsári

Hæ, hæ!

Ég átti barn fyrir rétt rúmum 2 vikum síðan sem endaði með bráðakeisara. Skurðurinn virðist vera að gróa vel en síðustu 2 daga finnst mér eins og svæðið undir honum sé bólgið eða eitthvað. Það er hart viðkomu og stærðin er svona eins og það sé pylsa undir skurðinum. Maginn er búinn að minnka en skurðurinn er útstæður ennþá. Er þetta eðlilegt? Ef ekki, hvert á ég þá að leita til að láta kíkja á þetta?

Bestu kveðjur.


 

Sæl og blessuð og til hamingju!

Það er erfitt segja hvort þetta sé eðlilegt nema að skoða þetta. Þér er örugglega óhætt að bíða og sjá aðeins til ef ekki eru nein einkenni um sýkingu til staðar (roði, hækkaður líkamshiti, vessi). Þú gætir beðið hjúkrunarfræðinginn í ungbarnaverndinni að meta þetta þegar hún kemur til þín eða leitað á heilsugæslustöðina þína.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júlí 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.