Bólgin að neðan

04.06.2009

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef.

Ég ákvað að prófa að leita til ykkar þar sem ég er ekkert voðalega spennt fyrir að fara í "klobbaskoðun" að ástæðulausu.  Nú er komið ár síðan ég átti barnið mitt og ég er ennþá bólgin að neðan.  Barmarnir eru ekkert sérstaklega bólgnir en í kringum opið og þar inni er bólga.  Ég fékk meðgöngueitrun og mikinn bjúg og finnst þetta vera alveg eins og bjúgur.  Er það eðlilegt að vera ennþá með bjúg?  Hvernig get ég losnað við þetta?


Komdu sæl.

Ég held þú komist ekki hjá því að fara til læknis ef þú ert enn með bjúg að neðan.  En ertu viss um að þetta sé bjúgur?  Geta þetta verið breytingar sem verða við fæðinguna, leggöngin eru ekki eins stinn eftir sem áður (nema þú hafir verið rosa dugleg að gera grindarbotnsæfingar) eða getur verið að þú sért aðeins "feitari" en þú varst og það sé skýringin? 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. júní 2009.