Brákað rófubein

25.03.2008

Sæl.

Takk fyrir góðan vef. Hef getað nýtt mér hann vel. Ég brákaði á mér rófubeinið í fæðingunni og mig langaði að athuga hversu langan tíma það tæki mig að jafna mig. Barnið er orðið 5 vikna og ég er ekki góð enn. Er aum og finn mikinn þrýsting ef ég geri eitthvað, eins og að fara í göngutúr eða slíkt. Svo var ég að spá í hvort það væru einhverjar æfingar sem ég gæti gert til að hjálpa til við að jafna mig. Mig langar að fara að stunda líkamsrækt fljótlega í rólegheitum og vonast til að þetta hindri það ekki.

Takk fyrir.


Sæl!
 
Það tekur væntanlega nokkrar vikur fyrir þig að jafna þig. Gætu verið mar og bólgur í kringum þetta sem þurfa að jafna sig. Ef þú verður ekki orðin betri eftir 2-3 vikur þá ráðlegg ég þér að leita læknis.Varðandi líkamsrækt þá verður þú að meta sjálf hvað þú treystir þér í að gera.
 
Gangi þér  vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.