Brasilískt vax

04.03.2015

Sælar. Ég á einn fimm vikna snáða og er að velta fyrir mér hvenær mér er óhætt að fara í brasilískt vax aftur. Ég var klippt nokkuð vel í fæðingunni og er þar af leiðandi með sauma. Ég geri ráð fyrir að þurfa að bíða þar til saumarnir eru farnir en mælið þið með því að bíða enn lengur? Takk fyrir frábæran vef - hann hefur nýst mér vel. Bestu kveðjur.

 
 
Sæl og blessuð, það eru skiptar skoðanir á því hvenær sé tímabært að fara í brasilískt. Yfirleitt er sárið nokkuð vel gróið við fjórar vikur svo að ef að þú ert ekki með nein eymsli og finnst þú vera tilbúin er ekki neitt sem mælir á móti því. Flestar konur virðast samt bíða fram yfir sex vikur. Það er með þetta eins og svo margt annað það er best að hlusta á eigin líkama og fara eftir því hvað hann segir þér.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
4.mars 2015