Dofi eftir sprautu o.fl.

06.09.2006

Sæl og blessuð!

Er eðlilegt að finna fyrir dofa í lærinu eftir sprautuna sem maður fær eftir fæðinguna? Ég átti fyrir þremur vikum og á frekar stóru svæði á framanverðu lærinu (akkúrat í kringum stungusvæðið) finn ég fyrir dofa, einhverskonar blöndu af nálardofa og eins og ég hafi verið deyfð. Frekar óþægilegt. Ég er búin að vera með nálardofa í vinstri hendi í að verða 4 mánuði núna, litli fingur og baugfingur eru alveg dofnir. Ég hélt að þetta ætti að hverfa þegar ég væri búin að eiga en allt kom fyrir ekki :)

Er í lagi að drekka Weleda birkisafann við bjúg ef ég er með barn á brjósti? Skiptir máli ef ég framleiði ekki mikla mjólk, er sí drekkandi mjólkuraukandi te. Langar samt að losna við bjúginn :) Að lokum vil ég þakka fyrir mjög góðan vef - hefur svarað mörgum spurningum.

Kveðja, Eva.


Sæl!

Safann áttu að mega drekka.  En varðandi þennan dofa hjá þér, þá myndi ég leita læknis til að fá álit, sérstaklega þar sem þetta er á fleiri en einum stað.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. september 2006.