Eftirskoðun

14.03.2006
Sælar og takk fyrir frábæran upplýsingavef.
Það sem ég er að velta fyrir er hvort það sé nauðsynlegt að fara í eftirskoðun, mín fæðing  gekk mjög vel og stóð stutt yfir, þurfti að sauma nokkur spor en hef ekki fundið fyrir neinum óþægindum.
Með fyrirfram þakklæti Lovísa.
 
..................................................
 
Komdu sæl Lovísa og til hamingju með barnið þitt.
 
Nei það er ekki nauðsynlegt að fara í skoðun ef allt hefur gengið vel og engin vandamál eru.  Konur nota samt oft tækifærið ef kominn  er tími á krabbameinsskoðun eða þær þurfa einhverjar getnaðarvarnir.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
14.03.2006.