Eftirskoðun eftir fæðingu

09.01.2006
Sælar!!

Ég átti barn fyrir mánuði síðan og var að spá, eftir hve langan tíma er ráðlagt að fara í eftirskoðun til kvensjúkdómlæknis??  Ég fór sko eftir að ég átti eldra barnið en man bara ekki hve löngu eftir fæðingu það var...
 
.................................................................
 
Komdu sæl og til hamingju með barnið.
 
Ef þú þarft að fara í skoðun þá er ágætt að láta líða a.m.k. sex vikur frá fæðingu.  Það er samt mjög misjafnt hvort konur þurfa að fara í svona skoðun og fer allt eftir því hvernig fæðingin hefur gengið og hvort og hversu mikið þurfti að sauma.  Það er líka ágætt að nota þessa heimsókn til læknisins til að huga að getnaðarvörnum ef frekari barneignir eru ekki á dagskrá.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
09.01.2006.