Spurt og svarað

17. desember 2014

Epidural deyfing -

Sælar og takk fyrir góðan og gagnlegan vef. Nú eru 5 vikur frá fæðingu barnanna minna og ég er að spá hvort það geti verið að ég sé enn að finna aukaverkanir eftir deyfinguna? Tek það fram að ég var stungin 3 eða 4 sinnum áður en að deyfingin tókst almennilega, fyrst var stungið í æð, næst var stungið og lyfinu dælt inn en fljótlega hætti það að virka og kom í ljós að leggurinn hafði legið út og allt deyfi efnið fór bara eitthvert annað veit svo sem ekki hvert. Svo í síðasta skiptið og þá var ég orðin svo verkjuð að það var ekki nokkur leið að setja legginn í nema ég væri liggjandi. En ok aftur að efninu ég er sem sé að fá svona straum í gegnum bakið af og til með svolitlum verkjum síðan ég átti ásamt því að vera að fá rosalegan straum út í fingur annars lagið og niður í mjöðm og langar mig að vita hvort þetta getur verið eitthvað tengt deyfingunni? Ég veit að best væri að spyrja mína ljósu eða hjúkku út í þetta en þar sem brjóstaþokan hrjáir mig mikið þessa dagana virðist ég alltaf gleyma því þegar ég hitti hana.


Komdu sæl og til hamingju með börnin. Já það getur vel verið að þetta séu eftirstöðvar/aukaverkanir deyfingarinnar. Oftast nær hverfa þessi einkenni án þess að nokkuð sé gert á nokkrum vikum. Ef þú losnar ekki við þetta á næstu vikum getur þú ráðfært þig við lækni.
Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
17. des. 2014
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.