Spurt og svarað

13. september 2004

Eymsli eftir fæðingu.

Hversu lengi er maður að jafna sig eftir fæðingu? Ég bæði rifnaði og var klippt og ég er enn mjög aum á þessu svæði nú ca.4 vikum eftir fæðinguna.  Meira að segja svo aum að það er vont að standa og ganga vegna þrýstings þarna niðri og að sitja á klósettinu er frekar slæmt. Sérstaklega finn ég til þar sem ég var klippt...þetta er ansi pirrandi svona til lengdar! :( Svo til að bæta ástandið hef ég átt við hægðatregðu að stríða...

                           ..............................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Rannsóknir sýna að eftir að hafa verið klipptar eru konur allt upp í 3 mánuði að ná sér eftir fæðingu.  Þær sem "bara" rifna eru mun fljótari að ná sér.  Hægðatregða er samt eitthvað sem flýtir ekki fyrir þannig að þú skalt reyna að vinna bug á henni með því að borða trefjar, drekka mikið vatn og reyna að hreyfa þig eins og þú treystir þér til.  Ef það dugar ekki farðu þá í apótek og fáðu mixtúru eða olíu til að mýkja hægðirnar sem fæst í heilsubúðum.

Ertu ekki örugglega dugleg að gera grindarbotnsæfingar?  Þær flýta líka fyrir bata með því að auka blóðflæðið til grindarbotnsins og að losna við þessa tilfinningu að allt sé að detta þarna niður.  Gerðu grindarbotnsæfingar alltaf þegar þú gefur barninu þínu.  Ekki örvænta þó þér finnist þú eiga erfitt með þetta fyrst,  haltu áfram það kemur :)

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 13.09.2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.