Fæðingarþunglyndi

27.08.2008

Þannig er mál með vexti að mér líður alveg hryllilega og það bitnar ALLT á kærastanum mínum sem er bara yndislegur í alla staði, ég er alltaf að ráðast á hann og það er eitthvernveginn allt honum að kenna.  Í 3 mánaða skoðum sem var fyrir sirka mánuði fór ég í svona test hjá ungbarnaeftilitinu og var með 17 stig.  Tek það fram að í skoðuninni á undan 3 mánaða, fór ég líka í þetta test og fékk þá 12, en þær sögðu að ég ætti að taka aftur næst því þetta gæri lagast.  Þar var mér sagt að það væri mjög slæmt að vera með 17 stig og þær myndu redda mer sálfræðing sem myndi svo hringja í mig fljótlega. Það er enn ekki búið að hafa samband og mér finnst ég svo dónaleg ef ég fer eitthvað að ýta á það.  Á ég að bíða lengur eða á ég að fara og tala við þær?

Takk fyrir frábærann vef.með von um svarein í vandræðum!Komdu sæl.

Þú þarft hjálp þannig að það er alls ekki dónalegt að ýta á eftir henni.  Þú getur haft samband við hjúkrunarfræðinginn sem er með ykkur í ungbarnaeftirlitinu eða lækninn ykkar sem geta ýtt á eftir þessu.  Þú hefðir í rauninni átt að fá viðtal hjá lækni þegar þú skoraðir svona hátt á prófinu þannig að ef þú hefur ekki farið til hans ættir þú að fá tíma hjá honum fljótlega.

Endilega ýttu á eftir því að fá hjálp!

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. ágúst 2008.