Fæðingarþunglyndi. Hvert á að leita?

23.09.2006

Ég hef verið að berjast við fæðingarþunglyndi. Þetta er reyndar ekki á alvarlegustu stigunum en samt nógu mikið að það er að angra mig í hinu daglega lífi. Hef ákveðið að núna væri tími til að fara í samtalsmeðferð við sálfræðing eða geðlækni. En ég veit ekki hvert ég á að leita. Er einver sérstakir aðilar sem sérhæfa sig í þessu eða er alveg sama hvert maður fer?


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar!

Það er leitt að heyra að þér líður ekki nógu vel en gott að þú ætlar að leita þér hjálpar. Hafðu samband við þína heilsugæslustöð og talaðu við hjúkrunarfræðing sem sinnir ungbarnavernd. Þær eru með spurningarlista sem hjálpar ykkur að meta vandamálið og síðan geta þær aðstoðað þig við að fá hjálp sem hentar. Þú einnig leitað beint til heimilislæknis ef þér finnst það auðveldara.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. september 2006.