Spurt og svarað

24. nóvember 2005

Fersk blæðing frá endaþarmi

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef!

Ég eignaðist mitt fyrsta barn fyrir 11 vikum og allt gekk vel en ég rifnaði svolítið, 2 ° rifu. En það sem er að hrjá mig er að alltaf þegar ég hef hægðir þá kemur alltaf fersk blæðing í klósettið og pappírinn, sko alveg mjög mikið blóð. Ég er ekki  með gyllinæð, alla vega ekki sjáanlega en ég sé samt svo svona ,,kúlu" fulla af blóði við endaþarminn. Þegar ég kem þar við þá kemur mikið ferskt blóð. Ég hef ekkert haft nein vandræði með hægðirnar og þær eru ekkert harðar eða neitt því finnst mér þetta svo skrýtið. Ég er bara að velta því fyrir mér hvert ég eigi að leita. Á ég að fara til kvensjúkdómalæknisins míns eða hvað?

Með fyrirfram þökk, ein sem orðin frekar áhyggjufull!

...................................................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er engin spurning að þú þarft að láta skoða þetta. Ég er ekki viss um hvort þetta tengist rifunni eða hvort þetta séu að einhverju leiti afleiðingar fæðingarinnar. Það er alveg spurning hvort þú lætur kvensjúkdómalækni eða heimilislækni líta á þetta, líklega er betra fyrir þig að fara til kvensjúkdómalæknis.

Vona að þetta lagist fljótt og vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. nóvember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.