Spurt og svarað

02. ágúst 2011

Fullnæging eftir fæðingu

Takk fyrir frábæran vef.

Ég eignaðist lítinn gutta fyrir rúmum 5 vikum, allt gekk vel í fæðingu, rifnaði bara pínulítið.  Útferðin hjá mér er nokkurn vegin búin. Nú er ætlunin að fara stunda kynlíf aftur en ég er rosalega hrædd við að fá fullnægingu, hrædd um að eitthvað gerist, slæmt fyrir legið eða eitthvað.  Ætli mig vanti ekki svar við því hvort það sé ekki í lagi að fá fullnægingu rúmum 5 vikum eftir fæðingu?

Takk fyrir skjót svör
Komdu sæl.

Þú hefur ekkert að óttast.  Fullnæging veldur samdráttum tímabundið í leginu en eins og þú veist hefur legið farið í gegnum sterkari samdrætti í fæðingu og eftir hana þegar það var að dragast saman.  Líkamlega ertu tilbúin.  Ræddu þetta við mannin þinn og farið rólega af stað.  Takið eitt skref í einu og þú munt sjá að þetta er allt í lagi.

 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2. ágúst 2011.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.