Spurt og svarað

18. júní 2008

Fyrstu blæðingar eftir barnsburð

Sæl!

Ég er með 16 mánaða gamalt barn og hef verið með frekar mikið á brjósti. En var núna að fara á fyrstu blæðingarnar síðan ég átti. Túrverkirnir voru slíkir að ég var rúmliggjandi,hef sem sagt aldrei fengið svona svakalega verki þó ég hafi oftast haft frekar mikla verki á fyrsta sólarhring blæðinga. Eru svona verkir eðlilegir? Breytast blæðingar eftir barnsburð?


Sæl!

Þetta getur bara verið tilfallandi, sumar konur upplifa að blæðingar verði minni eftir barnsburð og aðrar tala um minni túrverki en þetta er víst eins misjafnt og við erum margar. Ég myndi bara bíða róleg og sjá þegar þetta er komið í reglu hjá þér hvort að verkirnir verði ekki minni. Ef að túrverkirnir halda áfram að vera óbærilegir þá skaltu ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni.

Bestu kveðjur,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.