Fyrstu blæðingar eftir barnsburð

18.06.2008

Sæl!

Ég er með 16 mánaða gamalt barn og hef verið með frekar mikið á brjósti. En var núna að fara á fyrstu blæðingarnar síðan ég átti. Túrverkirnir voru slíkir að ég var rúmliggjandi,hef sem sagt aldrei fengið svona svakalega verki þó ég hafi oftast haft frekar mikla verki á fyrsta sólarhring blæðinga. Eru svona verkir eðlilegir? Breytast blæðingar eftir barnsburð?


Sæl!

Þetta getur bara verið tilfallandi, sumar konur upplifa að blæðingar verði minni eftir barnsburð og aðrar tala um minni túrverki en þetta er víst eins misjafnt og við erum margar. Ég myndi bara bíða róleg og sjá þegar þetta er komið í reglu hjá þér hvort að verkirnir verði ekki minni. Ef að túrverkirnir halda áfram að vera óbærilegir þá skaltu ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni.

Bestu kveðjur,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. júní 2008.