Er hægt að sjá í 20 vikna sónar á enni barnsins hvort kynið það er?

03.02.2009

Ég spyr aðeins af forvitni. Er hægt að sjá í 20 vikna sónar á enni barnsins hvort kynið það er? Hefur annað kynið öðruvísi enni en hitt?


Sæl!

Eina leiðin til þess að kyngreina í sónar er að sjá kynfæri fóstursins, hvorki enni, hjartsláttur eð neitt annað greinir kyn.

Kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
3. febrúar 2009.