Spurt og svarað

18. nóvember 2009

Grindarbotn eftir fæðingu

Sæl

Ég átti fyrsta barn fyrir tæpum mánuði síðan sem var 17 merkur og gekk fæðingin mjög hratt og vel en barnið fæddist innan við fjórum tímum frá fyrsta verk og ég rifnaði ekki neitt.  Það sem ég er að velta fyrir mér er að ég heyrði einhvern tíma að mælikvarði á grindarbotnsvöðva í ágætis þjálfun væri að geta gert hlé (stoppað) þvagbunu á meðan á þvagláti stæði.

Er þetta rétt? Ég gat stoppað bununa áður en ég átti barnið en get það ekki núna og finn líka að ég á stundum erfitt með að hafa stjórn á lofti.

Því spyr ég hvenær sé eðlilegt að grindarbotnsvöðvar komist í sama form og fyrir fæðingu og hvort þetta sé nokkuð óeðlilegt eftir hraða fæðingu eins og mína.


Komdu sæl

Það er ekki óeðlilegt að geta ekki stoppað þvagbununa svona stuttu eftir fæðingu.  Grindarbotnsæfingar oft á dag, t.d. alltaf þegar þú gefur brjóst, hjálpa til og flýta fyrir því að þú náir þér að fullu en það getur tekið nokkra mánuði.

Passaðu bara að gera ekki æfingarnar á klósettinu þegar þú ert að pissa því það getur leitt til frekari vandamála.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
18. nóvember 2009.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.