Spurt og svarað

20. apríl 2005

Gyllinæð eftir fæðingu

Ég er nýbúin að eiga litla dömu og er það mitt annað barn en ég lenti í því núna á seinni meðgöngunni að ég fékk væga gyllinæð sem fór fljótlega eftir að ég átti. En nú er bara vandamálið það að það fór ekki allt, þ.e.a.s. eftir hangir skinnpoki eða ég veit ekki hvað á að kalla þetta, út úr endaþarminum og þetta veldur mér miklum óþægindum, ekki líkamlegum heldur andlegum. Hvert á maður að snúa sér út af svona löguðu eða get ég gert eitthvað svo þetta hverfi að sjálfu sér?  Ég er svo feimin yfir þessu að ég treysti mér valla til að fara til kvensjúkdómalæknis í eftir skoðun.

...................................................................

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég skil að þú sért feimin yfir þessu en trúðu mér kvensjúkdómalæknar eru mjög vanir að sjá gyllinæð eftir fæðingu.  Þú getur keypt þér krem og stíla í apóteki sem heita proctocedyl (án lyfseðils) eða Doloproct (lyfseðilskylt).  Þeir hjálpa yfirleitt til við óþægindin (ef þau eru líkamleg) en ekki þessi andlegu.  Þú getur haft samband við sérfræðing í þessu fagi, t.d. Tómas Jónsson á skurðdeild 12 G á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. 
En það er auðvelt fyrir mig að segja þér að hafa ekki áhyggjur af þessu en ekki kannski eins auðvelt fyrir þig að ýta þessu frá þér.  Ég vil samt ítreka það að gyllinæð er mjög algeng eftir fæðingu og það gæti einnig verið gott að láta kvensjúkdómalækninn þinn beina þér í réttan farveg ef gera þarf einhver inngrip. 

Einnig gætirðu prófað nálastungur og séð hvort þær hjálpi þér.
Vonandi svarar þetta spurningu þinni,

kær kveðja,

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. apríl 2005.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.