Gyllinæð, einkenni

22.06.2005

Vil byrja á því að þakk fyrir góðan vef.

Ég átti barn fyrir 7 vikum síðan ég er búin að fara í eftirskoðun og allt var í lagi en núna held ég að ég sé komin með gyllinæð mig langar að vita hvenrnig hún lýsir sér svo ég geti þá fengið lyf við þessu.

Með fyrifram þökk.

.......................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Gyllinæð geta fylgt verkir og óþægindi. Einnig getur komið blóð með hægðunum út frá rifunum. Gyllinæð er það þegar bláæðar í endaþarmi tútna út. Einkenni sem fylgja gyllinæð geta verið kláði, særindi eða fyrirferð við endaþarmsopið. Úttútnaðar bláæðar valda þessari fyrirferð. Stundum getur blætt smávegis frá endaþarminum.

Með því að forðast harðlífi má draga úr þessari ertingu og særindum. Búið er að svara fyrirspurn hér á síðunnum hægðartregðu þannig að ég vil benda þér á að skoða þau svör. Hægt er kaupa krem og stíla í apótekum til að meðhöndla gyllinæð. Ef þú hefur áhuga á óhefðbundum aðferðum þá eru einnig fleiri ráð við gyllinæð hér á síðunni. Síðast en ekki síst vil ég nefna að nálastungur geta einnig gagnast við gyllinæð og þær eru t.d. í boði hjá Guðlaugu Maríu hjá 9mánuðum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júní 2005.