Hár blóðþrýstingur eftir fæðingu

04.06.2005
Frænka mín fékk meðgöngueitrun, var sett af stað og gekk fæðingin vel.  Hún kom heim af spítalanum eftir fjóra daga og sólahring seinna fékk hún verki í magann og fór aftur á spítalann og kom þá í ljós að hún var með alltof háan blóðþrýsting.  Ég er með áhyggur af henni.  Mig langaði að vita hver ástæðan gæti verið fyrir því að hún er ennþá með svona háan blóðþrýsting.
Kveðja Pálína
 
 
...................................................................
 
 
Komdu sæl Pálína.
 
Það er erfitt fyrir mig að segja þér ástæðuna fyrir þessu þar sem ég veit ekki alla söguna en það er mögulegt að meðgöngueitrunin hafi þarna eitthvað að segja.  Stundum eru konur nokkra daga eftir fæðingu að jafna sig á þessum sjúkdómi og sumar konur þurfa jafnvel alltaf að vera á blóðþrýstingslækkandi lyfjum eftir eftir að hafa fengið slæma meðgöngueitrun.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
04.06.2005.