Hárlitun með barn á brjósti

24.08.2005

Sælar og takk fyrir upplýsandi síðu.
Langaði bara að spyrja hvort það sé alveg í lagi að lita/aflita hárið á sér með barn á brjósti. Barnið er 2 mánaða.
Með fyrirfram þökk.

.....................................

Komdu sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn

Geri ráð fyrir að það sé í lagi að aflita hár með barn á brjósti, þar sem hárliturinn á ekki að komast inn í blóðrásina þína og þannig ekki geta farið í brjóstamjólkina.
Hárlitun á meðgöngu hefur verið rannsökuð og kom í ljós, að ófrískar konur virðast hafa meiri tilhneigingu til að sýna ofnæmisviðbrögð en aðrir við hárlitun, en ekki hefur tekist að sýna fram á skaðsemi fyrir fóstur.  Annars ætti hárgreiðslumeistarinn þinn að geta upplýst þig frekar um þetta efni.

kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24.08.2004.