Er hættulegt að taka Toilax töflur á meðgöngu?

08.02.2008

Er hættulegt að taka Toilax töflur á meðgöngu?


Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskránni skal gæta varúðar við notkun lyfsins hjá barnahafandi konum. Upplýsingar um óæskileg áhrif á heilsufar við meðgöngu eða á heilsufar fósturs/nýbura hafa ekki komið fram þrátt fyrir að lyfið hafi verið notað af fjölda barnshafandi kvenna.

Miðað við þessar upplýsingar er ósennilegt að það sé hættulegt að taka inn Toilax á meðgöngu en að sjálfsögðu ætti aðeins að nota lyfið í samráði við lækni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. febrúar 2008.