Spurt og svarað

24. júlí 2005

Heimkoman

Hæ, hó!

Ég er komin 19 vikur og allt gengið eins og í sögu hjá mér. Fór í glasafrjóvgun og tókst í fyrsta og engin morgunógleði og hjartslátturinn hjá barninu mínu á fullu og byrjuð að finna hreyfingar og bara eins og ég hafi ekki gert annað en að eiga börn, en þetta er mitt fyrsta! (Bara smá
mont!) En mín spurning er sú er einhversstaðar hægt að finna efni um hvað er gott að eiga heima þegar maður kemur heim af fæðingardeildinni með krílið? Eins og t.d. vöggu, sæng, bleyjur, snuð og fleira. Ég vil fá að vita þetta allt saman í smáatriðum! Ég fékk enga bæklinga um þetta í mæðraverndinni. Takk fyrir þessa frábæru síðu og öll svörin.

Kveða, Bumbulínan.

............................................................................

Sæl og til hamingju!

Hér á síðunni er svona listi sem þú getur skoðað. Vona að hann gagnist þér.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. júlí 2005.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.