Heimkoman

24.07.2005

Hæ, hó!

Ég er komin 19 vikur og allt gengið eins og í sögu hjá mér. Fór í glasafrjóvgun og tókst í fyrsta og engin morgunógleði og hjartslátturinn hjá barninu mínu á fullu og byrjuð að finna hreyfingar og bara eins og ég hafi ekki gert annað en að eiga börn, en þetta er mitt fyrsta! (Bara smá
mont!) En mín spurning er sú er einhversstaðar hægt að finna efni um hvað er gott að eiga heima þegar maður kemur heim af fæðingardeildinni með krílið? Eins og t.d. vöggu, sæng, bleyjur, snuð og fleira. Ég vil fá að vita þetta allt saman í smáatriðum! Ég fékk enga bæklinga um þetta í mæðraverndinni. Takk fyrir þessa frábæru síðu og öll svörin.

Kveða, Bumbulínan.

............................................................................

Sæl og til hamingju!

Hér á síðunni er svona listi sem þú getur skoðað. Vona að hann gagnist þér.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. júlí 2005.