Hreinsun eftir fæðingu

12.04.2007

Mig langar til að spyrja um hreinsun eftir fæðingu. Það eru 11 dagar frá því að ég fæddi dreng. Fyrst var fremur mikil blæðing en eftir 3-4 daga fór hún minnkandi og var næstum hætt en núna er farið að blæða aftur, fremur dökku blóði (ekki brúnu) en inn á milli kemur ekki neitt. Er þetta alveg eðlilegt? Mér finnst þetta fremur skrýtið og er að spá í hvort ég eigi að láta lækni skoða mig.


Sæl!

Þetta er alveg eðlilegt, úthreinsun getur tekið nokkrar vikur og á endanum verður útferðin ljósleit.
Það er óeðlilegt ef mjög vond lykt er af útferðinni og/eða kviðverkir því það geta verið sýkingareinkenni og ættu konur þá að leita læknis. Einnig er óeðlilegt að sjá mikla ferska blæðingu ef það gerist skal einnig leita læknis.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. apríl 2007.